Verslunarmenn ánægðir með flugið

Við sögðum frá því í gær að stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefði komið saman til fundar síðasta mánudag. Stjórnin ályktaði um mikilvægi þess að fólk versli í heimabyggð auk þess að lýsa yfir sérstakri ánægju með samning Framsýnar um ódýrt flug milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samþykktin er eftirfarandi:

„Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar fagnar þeim áfanga sem náðist með samningi milli Framsýnar og flugfélagsins Ernir um niðurgreiðslu á flugfargjöldum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Þetta er mikil kjarabót fyrir félagsmenn okkar og við hvetjum þá til að nýta sér þetta góða tilboð og stuðla og viðhalda góðri þjónustu flugfélagsins Ernis við Húsvíkinga og aðra félagsmenn Framsýnar“