Sjómenn streyma til Húsavíkur – kjaramál til umræðu

Eftir hádegið í dag hefst formannafundur Sjómannasambands Íslands á Húsavík. Fundað verður í fundarsal Framsýnar enda félagið aðili að sambandinu. Fundurinn hefst kl. 15:00. Helstu málefni fundarins eru, staða kjaraviðræðna við LÍÚ, sjómannaafslátturinn, fiskverðsmál, afnám laga um greiðslumiðlun, veiðigjöld og stjórn fiskveiða. Auk þess munu fulltrúar heimamanna bjóða gestunum, sem verða rúmlega 30, í skoðunarferð um Húsavík og Mývatnssveit á laugardaginn. Heimsókninni til Húsavíkur lýkur síðan á sunnudaginn.