Formaður Framsýnar var á Þórshöfn í gær og kom víða við á vinnustöðum. Honum var alls staðar vel tekið og var reyndar beðinn um að koma oftar til Þórshafnar. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru úr ferð hans í bolfiskdeild Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn en þar var mikið að gera enda Þorsteinn ÞH nýlega komin til löndunar með góðan afla, það er þorsk og ufsa. Sjá myndir: