Uppgangur í ferðaþjónustu

Örlygur Hnefill Örlygsson er ánægður með sumarið en hann ásamt fjölskyldu reka myndarlega gistiþjónustu á Húsavík. Í boði eru 40 herbergi, þar af 19 í nýju og glæsilegu hóteli á Húsavík auk þess sem þau eru með fjögur gistiheimili til viðbótar á svæðinu. Nýtingin hefur verið góð í sumar. Örlygur er bjartsýn ungur maður og efast ekki um að ferðaþjónustan eigi eftir að eflast enn frekar á komandi árum með vaxandi ferðamannastraum og frekari atvinnuuppbyggingu á Húsavík.

 Örlygur og fjölskylda hafa verið að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Húsavík og meðal annars byggt upp hótel á Húsavík sem nefnist Húsavík Cape hotel.

Gestir komu og fóru í morgun þegar formaður Framsýnar heimsótti starfsmenn hótelsins.

Það er virkilega huggulegt í borðsalnum þar sem þessir tveir gestir voru að fá sér morgunverð.  Þar má sjá veglegt bókasafn sem að mestu var í eigu Jóns Hnefils Aðalsteinssonar en Örlygur Hnefill er afkomandi hans.

Herbergin eru virkilega smekkleg í nýja hótelinu á Höfðanum.