Stéttarfélögin stóðu í gærkvöldi fyrir fundi um áhrif vaktavinnu á heilsufar fólks. Frummælendur á fundinum voru Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Lára Sigurðardóttir læknir. Í framsögum sínum komu þau víða við. Júlíus gerði að umræðuefni áhrif vinnufyrirkomulags á líðan fólks s.s. á svefn og heilsu. Lára fór hins vegar yfir áhrif vaktavinnu á heilsufar s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, meltingafæratruflanir, sýkingar og krabbamein. Bæði erindin voru mjög fróðleg og lögðu fundarmenn nokkrar spurningar fram sem frummælendurnir svöruðu.Framsýn og Starfsmannafélag Húsavíkur stóðu fyrir góðum fundi um áhrif vaktavinnu á líðan fólks.
Stéttarfélögin stóðu fyrir góðum fundi um áhrif vaktavinnu á líðan fólks í gær. Hér er Júlíus K. Björnsson sálfræðingur að flytja erindi um málið.
Lára Sigurðardóttir læknir flutti jafnframt fróðlegt erindi um áhrif vaktavinnu á heilsufar starfsmanna sem starfa við vatkavinnu.
Eins og sjá má var góð mæting á fundinn.