Réttað í Húsavíkurrétt á laugardaginn

Frístundabændur á Húsavík munu rétta sínu fé á laugardaginn kl. 14:00 í Húsavíkurrétt sem er í landi Bakka. Reiknað er með góðu veðri á laugardaginn, svo ekki er ólíklegt að mikið fjör verði á réttinni.