Kátir dagar verða haldnir á Þórshöfn um helgina 19.-21. júlí. Að venju verður margt fróðlegt og skemmtilegt í boði fyrir alla aldurshópa. Veðurspá helgarinnar er afar góð, hiti og sólríkt. Enginn er svikinn af þessari hátið og njóta í leiðinni einstakrar náttúru svæðisins og einstakrar þjónustu og gestrisni heimamanna.
Dagskrá hátíðarinnar
Föstudagurinn 19. júlí:
21:00 – Barsvar á Bárunni. Spyrill verður enginn annar en Ránar Jónsson.
00:00 – 03:00 – 3 Gráir Skuggar spila fram eftir nóttu á Bárunni. Miðaverð er 2000 kr.
Laugardagurinn 20. júlí:
10:00 – 13:00 – Ungmennafélag Langnesinga býður fólki upp á kanósiglingar.
13:00 – 17:00 – Útimarkaðir á Eyrarvegi fyrir framan Veitingahúsið Báruna. Smökkun á kúskel, þorski og ufsa, snyrtivörur, sápur, hárvörur, herbalife, harðfiskur, notuð föt, handverk, sælgæti, forsala á ballið, hoppukastalar og kökuhlaðborð á Bárunni.
14:00 – Ferðir með einkennisbílum bæjarins (lögreglu-, slökkviliðs-, björgunarsveitar- og sjúkrabíl) í boði fyrir unga jafnt sem aldna.
00:00 – Stórdansleikur með Rokkabillýbandinu ásamt Hreimi Erni og Stefaníu Svavarsdóttur. Miðaverð er 2800 kr. í forsölu og 3000 kr. við inngang. 18 ára aldurstakmark og er það fæðingardagurinn sem gildir.
Sunnudagurinn 21. júlí:
11:00 – Messa í Sauðaneskirkju.
14:00 – Gönguferð. Farið frá skemmunni í Gunnólfsvík. Gengið verður úr Gunnólfsvík í Urðarbala sem er fallegur staður sunnan í fjallinu. Í Gunnólfsvík verða skoðaðar menjar og fræðst um útgerð á fyrri hluta 20. aldar. Stutt og létt ganga, tilvalin fyrir alla fjölskylduna.
20:30 – Kósý kvöld í Þórshafnarkirkju með hljómsveitinni Kjass sem spilar þjóðlög, djass og frumsamið efni. Aðgangseyrir er 1500 kr.