Jónas ánægður með veitingastaðina á Húsavík

Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri DV skrifar oft athyglisverða pistla inn á sína heimasíðu www.jonas.is. Nýlega skrifaði hann tvo pistla um veitingastaðina á Húsavík sem hann taldi almennt vera til fyrirmyndar og gaf þeim flestum góð meðmæli. Hér kemur annar þeirra. „Skrítið pláss Akureyri. Alltaf að reyna að draga til sín sumargesti og þá yfirleitt með einhver skrílslæti. Frægar eru ofdrykkjuhátíðir, sem haldnar voru niðri í bæ, þar sem þær valda mestum næturófriði fyrir heimamenn. Til viðbótar eru nú komnar hátíðir kappaksturs og reykspóls. Geðveikir ökumenn spóla um nætur í svefngötum, framleiða hávaða. Ég veit enga aðra, sem vilja kalla svona yfir sig. Akureyri er eiginlega bara þorp, hefur enga fiskbúð. Þrjú veitingahús á Húsavík eru betri en besta veitingahúsið á Akureyri. Hér verður hins vegar ekki þverfótað fyrir skyndibita. Höfuðstaður Norðurlands?“