Í dag hafa staðið yfir viðræður milli Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði Ríkissáttasemjara. Viðræðurnar fóru fram undir hans stjórn. Á fundinum ítrekaði Framsýn kröfuna um að gerður verði kjarasamningur fyrir starfsmenn við hvalaskoðun. Það væri með öllu óþolandi að slíkur samningur væri ekki til staðar. Umboð hvalaskoðunarfyrirtækjanna til að semja er hjá Samtökum atvinnulífsins. Eftir viðræðurnar í dag ákvað Ríkissáttasemjari að boða deiluaðila aftur til fundar næsta þriðjudag. Fulltrúar úr Sjómannadeild Framsýnar tóku þátt í fundinum í dag ásamt formanni og lögfræðingi félagsins.