Starfsgreinasamband Íslands hefur fundað á Húsavík tvo síðustu daga. Nokkur mál hafa verið til umræðu s.s. kjara- og atvinnumál, ársreikningar sambandsins og lagabreytingar á samþykktum sambandsins. Fyrir liggur að kjarasamningar verða lausir á almenna vinnumarkaðinum í haust. Ekki síst þess vegna urðu miklar umræður um væntanlega kröfugerð, samningstíma og samningsumboðið. Þá urðu einnig umræður um aðkomu Alþýðusambandsins að samningunum og samstarf við önnur landssambönd innan ASÍ. Einhver félög innan Starfsgreinasambandsins hafa samþykkt að veita sambandinu umboð til samningagerðar meðan önnur félög hafa ekki ákveðið hvað þau gera. Þau munu gera það á næstu mánuðum. Það á t.d. við um Framsýn.
Kjaramál voru til umræðu á formannafundi Starfsgreinasambandsins sem lauk í gær eftir tveggja daga fund.
Formaður Framsýnar færði formönnunum smá gjöf frá félaginu sem var lambakjöt frá Norðlenska. Hér er formaður Starfsgreinasambandsins að taka við úrvals lambakjöti.
Sjómaðurinn og Drífa Snædal. Framsýn var með móttöku fyrir gestina í Sjóminjasafninu á Húsavík. Drífa er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.