Sjómannasambandið stefnir norður

Sjómannasamband Íslands hefur ákveðið að halda formannafund sambandsins á Húsavík í haust. Sjómannadeild Framsýnar er aðili að sambandinu og verður ánægjulegt að fá formenn aðildarfélaga sambandsins til Húsavíkur. Reiknað er með að fundurinn standi yfir í rúmlega tvo daga og verði í október.