Nýr trúnaðarmaður hjá Vísi hf.

Vísir hf. rekur öfluga fiskvinnslu og starfa tæplega 60 starfsmenn hjá fyrirtækinu á Húsavík. Í morgun var haldinn vinnustaðafundur  með starfsmönnum þar sem gengið var frá kjöri á trúnaðarmanni. Kosningu hlut með glæsibrag, Justyna Lewicka og Justyna Gromek var kjörin til vara. Framsýn óskar þessum ágætu konum til hamingju með embættin.

Justyna Lewicka er öflug kona sem tekið hefur við starfi trúnaðarmanns hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi hf. á Húsavík. Hún hlaut góða kosningu.