Á árinu 2012 fengu 728 félagsmenn styrki úr sjóðum stéttarfélaganna sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Búið er að senda út launamiða til félagsmanna þar sem þessar upplýsingar koma fram. Í heildina eru þessar greiðslur nálægt 38 milljónum. Þar af fengu félagsmenn Framsýnar um 33 milljónir.