LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna

Þrátt fyrir að kjarasamningar Sjómannasambands Íslands og LÍÚ séu lausir hefur  LÍÚ ákveðið að hækka kauptrygginguna og aðra launaliði hjá sjómönnum um 3,25% frá og með 1. febrúar 2013. Sjómenn geta nálgast nýju kaupskrána  inn á heimasíðu stéttarfélaganna á næstu klukkutímum en unnið er að því að setja hana inn á síðuna.

 Sjómenn fá hækkun á kauptryggingu þrátt fyrir að vera með lausa kjarasamninga.

Kauptrygging frá 1. febrúar 2013:

Skipstjóri, I. stýrimaður og yfirvélstjóri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 341.478

Matsveinn, I. vélstjóri, vélavörður, II. stýrimaður, netamaður og bátsmaður. kr. 284.564

Háseti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ………… . . . . . . . kr. 227.652