Lykillinn að Bakka – stór dagur í gær

Fulltrúi frá Heimasíðu stéttarfélaganna var að sjálfsögðu í Menningarhúsinu Hofi í gær þegar skrifað var undir samninga við verktakana ÍAV og svissneska fyrirtækið Matri en þessi tvö fyrirtæki áttu lægsta tilboðið í gerð gangnanna. Áætlaður kostnaður vegna gangnanna er 11,5 milljarðar króna. Stefnt er að því að göngin verði tilbúin til notkunar árið 2016 en þau verða 7,5 kílómetra löng. Reiknað er með að byrjað verði að sprengja í vor. Í kjölfar undirskriftarinnar áttu forsvarsmenn Framsýnar, Þingiðnar og Einingar- Iðju óformlegan fund með verktökunum en ganga þarf frá nokkrum atriðum er varða kjör og réttindi starfsmanna áður en verkið hefst. Ákveðið var að hittast aftur á næstu vikum.

Það voru margir góðir gestir við undirskriftina í gær, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Kristján L. Möller fyrrverandi samgönguráðherra. Þeir tóku báðir til máls og komu inn á mikilvægi gagnana fyrir Norðlendinga og reyndar landsmenn alla. Þá sögðu þeir að göngin ættu enn frekar eftir að efla Bakka við Húsavík sem valkost fyrir uppbyggingu öflugra fyrirtækja á næstu árum.

Verkkaupi og verktakar undirrita hér samning um gerð gangnanna sem verða 7,5 kílómetra löng.

Skrifaðu á réttan stað Steingrímur! Þingmennirnir Kristján L. Möller og Steingrímur J. Sigfússon hafa lengi barist fyrir bættum samgöngum í kjördæminu. Þeir voru því eðlilega glaðir í gær þegar gengið var frá samningum um gerð Vaðlaheiðagangna.

Fjölmenni var við undirskriftina í gær.