Á fundi samninganefndar Samiðnar í dag var formanni Samiðnar veitt fullt umboð til að undirrita samkomulag milli SA og ASÍ eins og það var lagt fram og kynnt á fundinum. Verði samkomulagið undirritað n.k. mánudag munu kjarasamningar gilda fram til 30. nóvember 2013. Í drögum að yfirlýsingu milli SA og ASÍ er kveðið á um að undirbúningur fyrir endurnýjun gildandi kjarasamninga muni hefjast strax í því markmiði að nýr kjarasamningur taki gildi tveimur mánuðum fyrr en annars hefði verið. Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum er aðili að kjarasamningnum enda aðildarfélag Samiðnar.
Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi og yfirlýsingu ASÍ og SA.
Iðnaðarmenn vilja hefja undirbúning að endurnýjun gildandi kjarasamninga þegar á næstu vikum. Hér eru tveir félagsmenn Þingiðnar við störf á Raufarhöfn.