Ísfélagið greiðir landverkafólki auka jóla­bónus

Mikil ánægja er meðal starfsmanna Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn eftir að fyrirtækið tók ákvörðun um að greiða út viðbótar jólabónus til starfsmanna sinna í landi, að upphæð 250.000 kr. Bónusinn er hrein viðbót við 50.000 króna desemberuppbót sem bundinn er í kjarasamn­ingum. Alls fá því starfsmenn í landi 300.000 kr jólabónus í ár.