Góðir gestir í heimsókn

Baldvin Þorsteinsson stjórnarformaður Jarðborana sem jafnframt gegnir starfi forstjóra fyrirtækisins um þessar mundir og Sturla F. Birkisson framkvæmdastjóri tæknisviðs fyrirtækisins komu í heimsókn til Húsavíkur í morgun. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, tók á móti félögunum og gerði þeim grein fyrir starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og atvinnumálum á svæðinu og væntingum heimamanna varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka.

Eftir yfirferð um starfsemi Framsýnar og stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum bauð Aðalsteinn þeim Baldvini og Sturlu í skoðunarferð um Húsavík og Bakka. Þeir voru mjög áhugasamir og spurðu töluvert út í væntingar heimamanna í atvinnumálum og styrkleika svæðisins.