Setið yfir áhættumati

Sigurgeir Stefánsson  svæðisstjóri Vinnueftirlitsins á Norðurlandi kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina. Markmiðið var að ræða við starfsmenn og fara yfir forsendur og markmið áhættumats sem ber að gera á vinnustöðum. Skrifstofa stéttarfélaganna stefnir að því að klára áhættumarið á næstu vikum með það að það taki gildi í upphafi næsta árs.

 Sigurgeir ræðir hér við starfsmenn um vinnuvernd og mikilvægi þess að gert verði áhættumat á Skrifstofu stéttarfélaganna.