Mikil ásókn í Þorrasalina

Íbúðir stéttarfélaganna í Þorrasölum eru afar vinsælar og nánast í útleigu alla daga. Almenn ánægja er með íbúðirnar meðal félagsmanna. Framkvæmdum er nú að mestu lokið við fjölbýlishúsið, það er við sameignina og bílakjallarann. Þá hafa iðnaðarmenn unnið að því síðustu daga að laga nokkur atriði sem forsvarsmenn Framsýnar og Þingiðnar vildu að yrðu löguð nú þegar verktakinn er að skila af sér verkinu. Eins og kunnugt er hafa íbúðirnar verið í leigu frá því í sumar þrátt fyrir að ekki væri búið að ganga endanlega frá lóð, sameign og bílakjallara. Þessa daganna er verkið að klárast endanlega.

Þessi mynd af Þorrasölum 1 -3 í Kópavogi var tekin í gær. Framsýn og Þingiðn eiga fjórar íbúðir í fölbýlishúsinu.