Gerðu góða ferð til Húsavíkur

Það var góður hópur verkalýðsleiðtoga og starfsmanna stéttarfélaga sem kom í heimsókn frá Akureyri til Húsavíkur í gær til að kynna sér starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Gestirnir frá Akureyri notuðu einnig ferðina til að koma við í Safnahúsinu á Húsavík. Áður en hópurinn hélt heim á leið eftir velheppnaða  ferð var komið við á Sölku og borðað lambakjöt af bestu gerð.    

Reinhard Reynisson fór yfir væntingar heimamanna varðandi uppbyggingu atvinnulífsins á svæðinu. Nokkur sterk fyrirtæki hafa til skoðunar að hefja starfsemi á Húsavíkursvæðinu.

Í máli gestana kom fram að þau hefðu haft mjög gaman af heimsókninni til stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Sif tók á móti gestunum frá Akureyri í Safnahúsinu og gerði þeim grein fyrir starfsemi safnsins og áherslum.

Gestirnir frá Akureyri komu frá Félagi málmiðnarmanna, Félagi verslunar- og skrifstofufólks og Sjómannafélagi Eyjafjarðar. Hér er María Jónsdóttir stjórnarmaður í Framsýn með félaga sínum úr stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks.

Váááá!!!! Þetta er rosalega hættulegt.