Þing ASÍ að hefjast

Á miðvikudaginn hefst 40.  þing Alþýðusambands Íslands. Þingið sem haldið verður á Hótel Nordica, Reykjavík stendur yfir í þrjá daga.  Helstu málefni sem verða til umræðu eru: Atvinnumálin, húsnæðismál og lífeyrissjóðsmál. Fulltrúar Framsýnar á fundinum verða, Aðalsteinn Á. Baldursson, Torfi Aðalsteinsson, Kristbjörg Sigurðardóttir og Jónína Hermannsdóttir. Frá Þingiðn verður Jónas Kristjánsson fulltrúi en hann er jafnframt formaður félagsins.