Fulltrúar Framsýnar voru á ferð um félagssvæðið í morgun. Meðal annars komu þeir við í Ásbyrgi þar sem Ísak Sigurgeirsson og fjölskylda heldur úti þjónustu við ferðamenn og aðra vegfarendur. Starfsemin fellst aðallega í verslun og þá eru í boði veitingar fyrir gesti á góðu verði. Að sögn Ísaks hefur mikið verið að gera í sumar og sagði hann sumarið eitt það besta í mörg ár. Reyndar hefði sumarið 2010 verið gott líka en síðasta sumar hefði verið frekar dapurt miðað við fyrri ár og árið í ár. Vonaðist hann til að sumarið endaði vel fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.
Ísak Sigurgeirsson er ánægður með sumarið. Töluvert hefur verið um ferðamenn á svæðinu og hafa þeir verið duglegir við að leita eftir þjónustu í versluninni í Ásbyrgi.