Botnsvatnshlaupið í kvöld – allir með!!

Botnsvatnshlaupið verður haldið fimmtudaginn 26. júlí 2012 kl. 20:00 og hefst við Botnsvatn, rétt ofan við Húsavík og lýkur í Skrúðgarðinum á Húsavík. Botnsvatn og tengdur Skrúðgarður er afar fallegt svæði, sem fáir hafa kynnst og notið.

Val er um að hlaupa umhverfis Botnsvatn og síðan niður með Búðará og í Skrúðgarðinn, samtals 7,6 km. eða fara einungis niður stíginn í Skrúðgarðinn sem eru 2,6 km. Tímataka verður í hlaupinu. Hlaup, jogg eða ganga við allra hæfi, í fallegu umhverfi. Skráning í botnsvatnshlaup@gmail.com eða á staðnum frá kl. 19:15. Að sjálfsögðu er þátttaka ókeypis.

Umhverfi Botnsvatns er einstaklega fallegt. Þar verður hlaupið á morgun en hlaupið er hluti af hátíð sem er að hefjast á Húsavík og nefnist Mærudagar.