Íbúðirnar nánast á golfvellinum

Við höfum haft orð á því að nýju íbúðir stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum séu á notalegum stað í Kópavogi. Þær eru í blokk sem er við útivistarsvæði höfuðborgarbúa og nánast á einum fallegasta golfvelli landsins sem er völlur þeirra Kópavogsbúa og Garðbæinga. Meðfylgjandi myndir voru teknar síðasta föstudag og sína nálægðina við völlinn og fallegt umhverfi.Slegið af golfvellinum sem er rétt við Þorrasali í Kópavogi.

Reiknað er með að öllum frágangi að utan við Þorrasali verði lokið í byrjun september.