Í starfi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er mikið lagt upp úr því að eiga gott samstarf við félagsmenn ekki síst með vinnustaðaheimsóknum. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Aðalsteinn Á. Baldursson og Ágúst Óskarsson komu við í Safnahúsinu á Húsavík í síðustu viku í góða veðrinu sem þá var. Þá eru einnig myndir frá heimsókn formanns Framsýnar í Skúlagarð þar sem rekin er öflug ferðaþjónusta.
Villa og Fljóða starfa í eldhúsinu í Skúlagarði. Þær eru frábærar saman. Mikið hefur verið að gera í Skúlagarði en þar er m.a. boðið upp á gistingu, veitingar og afnot að fundarsal.
Axel Yngvason fór nokkrum orðum um starfsemina í Skúlagarði og sýndi gestunum húsnæðið sem nýlega var allt tekið í gegn.
Formaður Framsýnar ræðir hér við Kristján Ármannsson um lífið og tilveruna.
Sonja Sif Þórólfsdóttir kom við á bókasafninu hjá Kristínu Mag.
Að sögn Sigurlaugar kemur mikill fjöldi ferðamanna á hverju ári í heimsókn í Safnahúsið á Húsavík, sem þarf ekki að koma á óvart enda safnið afar glæsilegt. Sigurlaug Dagsdóttir ræðir hér við Aðalstein.