Frábært veður á útifundi Framsýnar á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir samkomu á Raufarhöfn í gær, boðið var upp á kaffi og tertur sem kvenfélagið á staðnum lagði til. Sjá meðfylgjandi myndir. Flestir bæjarbúar og gestir þáðu boðið og nutu veitinga og þess sem boðið var upp á. Þá gafst þeim tækifæri á að spjalla við formann félagsins og stjórnarmenn sem voru á staðnum. Samkoman fór mjög vel fram enda veðrið frábært. Mikil ánægja er á Raufarhöfn með þetta framtak Framsýnar og eru bæjarbúar duglegir við að koma þeim skilaboðum á framfæri við forsvarsmenn félagsins. Ástæða er til að þakka Svövu Árna og hennar fólki fyrir afnotin af Kaffi Ljósfangi. Takk fyrir okkur.

Það var frábært veður á Raufarhöfn í gær. Flestir bæjarbúar og gestir komu í kaffiboð Framsýnar.

Það var bæði setið inni og eins úti við Kaffi Ljósfang.

Stórir og smáir voru á staðnum.

Dregið í happdrættinu. Framsýn stóð fyrir happadrætti í gær. Aðalviningurinn var dvöl í orlofsíbúð félagsins í Reykjaví í eina viku og tveir konfektkassar í aukavinninga. Aðalvinningurinn kom á númerið 38. Sá sem hafði réttu töluna er beðinn um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Aukavinningarnir komu á tölurnar 106 og 28. Þeir eru einnig beðnir um að hafa samband en vinningshafinn sem fékk töluna 28 hefur þegar haft samband og verður honum færður konfektkassi á næstu dögum.

Svava Árnadóttir er stjórnarmaður í Framsýn og býr á Raufarhöfn. Hér er hún ásamt formanni félagsins sem sáu til þess að allt fór vel fram í kaffiboðinu.

Lífið var dásamlegt á Raufarhöfn í gær, frábært veður, skemmtilegt fólk og einstaklega góðar tertur sem kvenfélagskonur á Raufarhöfn bökkuðu.