Hluti starfsmanna Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn hefur undanfarna daga setið á 40 klukkustunda fiskvinnslunámskeiði. Formaður Framsýnar var á Þórshöfn í dag með erindi um kjarasamninga, rekstur fyrirtækja og aðila vinnumarkaðarins. Að sögn Aðalsteins voru þátttakendur mjög áhugsamir um fræðsluna og voru duglegir að leita eftir upplýsingum um sín mál. Þá hefur mjög mikið verið að gera á Þórshöfn í fiskvinnslu og byggingariðnaði og því lítið um atvinnuleysi.
Starfsmenn ÍV hafa síðustu daga setið á námskeiði. Í morgun var komið að því að hlýða á formann Framsýnar fara m.a. yfir kjarasamninga og lög.