Þorrasalir á áætlun

Fulltrúar stéttarfélaganna skoðuðu í gær framkvæmdir við íbúðir félagsins í Þorrasölum í Kópavogi. Að sögn verktakans eru framkvæmdirnar á áætlun sem gengur út á að skila íbúðunum þann 1. júlí í sumar til félaganna og annarra eigenda en 34 íbúðir eru í blokkinni. Sjá myndir á stöðu verksins:

Framvkæmdir við Þorrasali ganga vel. Íbúðir stéttarfélaganna eiga að vera klárar þann 1. júlí í sumar.

Það er frekar stutt í flesta þjónustu úr Þorrasölunum.

Það er virkilega fallegt útsýni til suðurs úr íbúðunum. Golfvöllur og stórbrotið útivistarsvæði.