Mokuðu sig yfir skarðið!!!

Slæmt veður var á Víkurskarðinu í nótt. Þegar félagar út stjórn og trúnaðarmannaráði  Framsýnar voru á heimleið frá Akureyri upp úr miðnætti skall á brjálað veður og áttu bílar mjög erfitt með að komast yfir skarðið. Framsýnarfélagar mokuðu sig yfir skarðið með handafli auk þess að aðstoða aðra vegfarendur sem áttu í vanda með að komast yfir Víkurskarðið. Hraustir menn, Framsýnarmenn!!!

Einn reyndast og besti bílstjóri landsins, Rúnar Óskarsson, mokar sig hér í gegnum skafl á Víkurskraðinu í nótt. Annar bíl er fastur við hliðina á rútunni.

Valli tók við og mokaði og mokaði og mokaði…………….

Síðasti skaflinn mokaður.

Bjössi Ægis og Siggi fastir á Víkurskarðinu ásamt eiginkonum. Víkingasveit Framsýnar kom þeim til bjargar og ýti þeim upp skarðið í gegnum nokkra skafla.

Mikil gleði braust út í bílnum þegar komið var yfir skarðið eftir mikla þrautargöngu.

Neyðarkarlarnir skiluðu sér aftur í rútuna eftir björgunarstörfin. Valli og Kúti fengu viðurnefnið Neyðarkarlarnir eftir að þeir hjálpuðu vegfarendum að komast leiðar sinnar á Víkurskarðinu í nótt. Svo segja menn að það sé ekkert að gera með göng í gegnum Vaðlaheiði!!