Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar fóru í heimsókn í gær til Félags Málmiðnarmanna á Akureyri, Sjómannafélags Eyjarfjarðar og Félags Verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Móttökurnar voru hreint út sagt frábærar. Félögin á Akureyri sameinuðu nýlega skrifstofuhald félaganna. Búið er að taka skrifstofu- og félagsaðstöðu stéttarfélaganna í gegn og er hún orðið öll hin glæsilegasta. Eftir heimsóknina til stéttarfélaganna fóru Framsýnarfélagarnir í Menningarhúsið Hof á leikverkið „Nei ráðherra“ áður en haldið var heim á leið.
Hákon Hákonarson sem nýlega hætti sem formaður Félags málmiðnarmanna á Akureyri bauð gestina úr Þingeyjarsýslum velkomna og fór yfir starfsemi stéttarfélaganna á Akureyri.
Tveir jaxlar sem lengi hafa verið góðir talsmenn sjómanna halda hér á fallegum bikar sem er á skrifstofu Konráðs. Þetta eru þeir Jakob Gunnar Hjaltalín formaður Sjómannadeildar Framsýnar og Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar.
Framsýnarfólk fékk glæislegar móttökur hjá stéttarfélögunum á Akureyri. Alls fóru 16 fulltrúar frá félaginu í heimsóknina sem fór afar vel fram.
Þeir voru hressir í gær, gestgjafarnir frá stéttarfélögunum við Eyjafjörð. Hér eru þeir Hákon og Jóhann frá Félagi málmiðnaðarmanna, Konráð frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar og Eiður frá Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Takk fyrir okkur, Félagar!!