Heimasíðan vinsæl – menn vilja gerast áskrifendur

Heimasíða stéttarfélaganna er mikilvægur þáttur í starfi stéttarfélaganna enda ætlað að miðla upplýsingum og fréttum úr starfi félaganna til félagsmanna og annarra sem vilja fylgjast með öflugu starfi  stéttarfélaganna. Töluvert er um að menn hafi óskað eftir að gerast áskrifendur af síðunni en fram að þessu hefur það ekki verið hægt. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að verða við þessum tilmælum og því verður vonandi fljótlega hægt að verða við þessum óskum. Gangi þetta eftir munu fréttir á heimasíðu stéttarfélaganna birtast um leið á heimasíðum áskrifenda en fjöldi fólks fer daglega inn á síðuna.