Starfsmenn og gestir blóta Þorra

Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík blótuðu Þorra í gær ásamt góðum gestum frá VÍS og þá voru formenn Starfsmannafélags Húsavíkur og Þingiðnar á staðnum. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru við það tækifæri.

Jólaöl og þorramatur var á borðum starfsmanna í gær.Formenn Starfsmannafélagsins og Þingiðnar gæða sér hér á feitum sauð úr Bárðardal.

Sumir voru svangari en aðrir!!!