Alþýðusamband Íslands hefur boðað til formannafundar næsta fimmtudag. Á fundinum verður farið yfir forsendur kjarasamninga frá því í vor, mat lagt á stöðu þeirra og umræður. Ljóst er að stjórnvöld hafa ekki staðið við sín loforð sem tengjast kjarasamningunum. Spurningin er því hvort þeim verður sagt upp á næstu vikum? Það kemur væntanlega í ljós á fimmtudaginn.