Ísfélagið í afmælis- og jólaskapi

Í tilefni af 110 ára afmæli Ísfélags Vestmannaeyja hf. þann 1. desember s.l. bauð félagið öllum starfsmönnum, bæjarbúum  og sveitungum til kaffisamsætis í félagsheimilinu Þórsveri á afmælisdaginn. Kvenfélagið Hvöt sá um glæsilegar kaffiveitingar og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður setti samkomuna og bauð gestina velkomna.

Ísfélagið fagnaði ekki bara afmælinu heldur færði heimamönnum veglegar gjafir í tilefni af afmælinu. Eftirtaldir fengu gjafir:

Heilsugæslustöðin á Þórshöfn           kr. 1.000.000

Björgunarsveitin Hafliði, Þórshöfn    kr. 1.000.000

Kvenfélagið á Þórshöfn                      kr.    500.000

Tónlistarskólinn á Þórshöfn               kr.    250.000

Rauðakrossdeildin á Þórshöfn           kr.    250.000

Samtals styrkir til góðra málefna      kr. 3.000.000

Til viðbótar má geta þess að Ísfélagið ákvað að greiða starfsmönnum fyrirtækisins í landi kr. 200 þúsund auk kjarasamningsbundinnar desemberuppbótar. Ljóst er að mikil ánægja er meðal starfsmanna og samfélagsins á Þórshöfn með launauppbótina og gjafmildi fyrirtækisins