Formaður á leið til Færeyja

Formanni Framsýnar hefur verið boðið að vera sérstakur gestur á 100 ára afmæli Færeysku verkalýðshreyfingarinnar í desember. Afmælishátíðin fer fram í Þórshöfn og verður án efa vegleg hjá frændum okkar í Færeyjum. Ljóst er að starfsemi Framsýnar nýtur töluverðar virðingar á Norðurlöndum sbr. þetta boð. Þá hafa erlendir verkalýðsleiðtogar verið duglegir við að heimsækja Húsavík og kynna sér starfsemi félagsins og stöðu efnahagsmála á Íslandi.