Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Framsýnar til fundar í Karphúsinu mæsta miðvikudag kl. 11:00. Þá stendur til að funda um kjaradeilu félagsins og Bændasamtaka Íslands vegna landbúnaðarverkamanna. Fram að þessu hefur ekki tekist að ganga frá kjarasamningi milli aðila. Vonir eru hins vegar bundar við að það takist á næstu vikum enda samningurinn verið laus frá lok nóvember 2010.