Heilsuðu upp á áhöfn Jóhönnu

Formaður og varaformaður Framsýnar fóru í gær um borð í skútuna Jóhönnu frá Færeyjum og færðu áhöfninni rjómatertu. Einn af áhafnarmeðlimum er Kári Jacobsen sem er þekktur verkalýðsleiðtogi í Færeyjum en hann hefur nú hætt afskiptum af verkalýðsmálum. Kári hefur verið gestur á þingum verkalýðssamtaka á Íslandi og er góður vinur Aðalsteins og Kristbjargar. Áhöfn Jóhönnu sem telur yfir tuttugu sjómenn og fulltrúar Framsýnar áttu góða stund saman um borð í skútunni sem var byggð 1884.

Kári var ánægður með tertuna góðu frá Framsýn. Hann verður 65 ára á sunnudaginn.

Áhöfnin fór á lundaveiðar. Hér er verið að gera að Lundanum.

Það hefur farið vel um áhöfnina á Húsavík síðustu daga. Jóhanna siglir heim til Færeyja á sunnudaginn.

Rosalega er þetta góð terta. Takk fyrir okkur.

Það fór vel á með þeim Kristbjörgu og Kára.

Kvöldverðurinn undurbúinn. Tveir úr áhöfn skútunnar sjá um eldamennskuna.