Snæbjörn tekur við nýju starfi hjá Norðurþingi

Snæbjörn Sigurðarson sem starfað hefur í nokkur ár hjá Skrifstofu stéttarfélaganna hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Norðurþingi í tengslum við uppbyggingu á orkufrekum iðnaði í héraði. Hann mun því láta af störfum hjá stéttarfélögunum í haust.