Gengið frá kjarasamningi við Landsvirkjun

Starfsgreinsambandið fyrir hönd Framsýnar og annarra aðildarfélaga sinna gekk í dag frá kjarasamningi við Landsvirkjun. Samningurinn nær til félagsmanna Framsýnar er starfa við Laxárvirkjun og Kröflu. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum og atkvæði greidd um hann í vikunni og niðurstöður kosninganna verða síðan kynntar eftir kl. 14:00 mánudaginn 27. júní þegar kjörstað verður lokað en hann verður á Skrifstofu stéttarfélaganna. Kjörgögn vegna samningsins fara í póst í fyrramálið. Kjörstjórn Framsýnar mun stjórna atkvæðagreiðslunni.