Undir kvöld í gær var handsalaður samningur á milli Starfsmannafélags Húsavíkur og samninganefndar ríkisins. Samningurinn er á svipuðum nótum og SFR og Kjölur gerðu í gær og fyrradag og verður samkomulag þess efnis undirritað í næstu viku.
Frekari kynning á innihaldi samningsins verður birt á heimasíðunni á næstu dögum.