Helstu atriði í kjarasamningi STH

Þann 29. maí undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga nýjan kjarasamning milli aðila.  Samningurinn gildir fyrir félagsmenn Starfsmannafélags Húsvíkur sem starfa hjá Norðurþingi og tengdum stofnunum.

Samningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 30. september 2014 og felur í sér sambærilegar hækkanir launa og nýlegir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði.

Verði samningurinn samþykktur greiðist sérstök eingreiðsla, kr. 50.000.- hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í maí og miðast greiðslan við fullt starf í mánuðunum mars-maí.  Starfsmenn sem hófu störf á tímabilinu 1. mars til 15. maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Greiðslan skal innt af hendi eigi síðar en 1. júlí 2011.  Þann 1. júní tekur svo gildi ný launatafla sem gildir til 29. febrúar 2012.

Við gildistöku samningsins hækka lágmarkslaun fyrir fullt starf í kr. 193.007.  Orlofsuppbót 2011 verður kr. 36.000 og desemberuppbót verður kr. 75.500.

Nánari upplýsingum um samninginn
Samningurinn í heild sinni.