Sextán manna hópur frá Framsýn hafa um helgina verið í heimsókn hjá Verkamannsambandi Færeyja til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga þar í landi. Til stóð að hópurinn kæmu fljúgandi til Íslands í morgun en vegna eldgossins í Grímsvötnum var öllu flugi frá Færeyjum frestað um óákveðinn tíma. Svo vel vildi til að Norræna siglir í dag frá Færeyjum til Íslands svo að hópurinn nýtti tækifærið og stökk um borð í skipið sem kemur til Seyðisfjarðar klukkan 9 í fyrramálið. Hópurinn mun væntanlega skila sér til Húsavíkur upp úr hádegi á morgun.
Að sögn hópsins voru móttökurnar í Færeyjum frábærar. Hvert sem hópurinn kom var tekið á móti honum af velvild og mikilli gestrisni. Nokkur stéttarfélög í Færeyjum hefðu skipulagt kynningar á starfsemi stéttarfélaga og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar í landinu en tilgangur ferðarinnar var einmitt að sá að kynna sér málefni færeysku launþegahreyfingarinnar.