Fulltrúar Framsýnar til Færeyja

Sendinefnd á vegum Framsýnar fór í morgun áleið til Færeyja til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga þar í landi.  Um er að ræða 16 manna hóp úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins sem fer þangað á eigin vegum.  Hópurinn mun dvelja um helgina í Þórshöfn og heimsækja kollega sína þar í bæ auk þess að ferðast til Fuglafjarðar og Runavíkur þar sem fulltrúar stéttarfélaga munu taka á móti þeim og kynna sína starfsemi.

Færeyska verkmannasambanið hefur sett saman þétta dagskrá í tvo daga þar sem farið verður yfir uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar í Færeyjum auk kynningar á menntunarúrræðum og annarri starfsemi sem er á hendi stéttarfélaganna þar í landi.