Fjallasýn undirbýr sumarið

Þegar fulltrúar Framsýnar komu við hjá Rúnari Óskarssyni  og starfsmönnum  Fjallasýnar fyrir helgina voru starfsmenn að þrífa og laga bílaflotann sem telur um 15 til 20 bíla af mismunandi stærðum og gerðum. Á ársgrundvelli eru um 8 stöðugildi hjá fyrirtækinu en yfir sumarið fjölgar þeim töluvert þar sem Fjallasýn er ferðaþjónustufyrirtæki  og sumarið er jú annasamasti tíminn hvað það varðar.

 Rúnar og samstarfsmenn standa hér við bíl sem þeir nánast smíðuðu á staðnum og er ætlað stórt hlutverk í ferðum fyrirtækisins í sumar. Hulda Jóna er konan á bak við tjöldin.

Það fer töluverður tími í að þrífa bílana eftir notkun. Hér er Benni Donda veiðimaður og bílstjóri að sápuþvo bifreið svo hún glansi fyrir næstu notkun.