Stéttarfélögin hafa gefið út fréttabréf um orlofskosti félagsmanna sumarið 2011. Fréttabréfið er væntanlegt til lesenda á morgun, fimmtudag. Að venju verður mikið úrval í boði af orlofshúsum í flestum landsfjórðungum. Þá gefst félagsmönnum einnig tækifæri á að gista á hótelum víða um land og á tjaldsvæðum á hagstæðum verðum. Umsóknarfrestur er til 13. apríl.