Nýr trúnaðarmaður í heimsókn

Jóna Ingvarsdóttir sem tekið hefur við stöðu trúnaðarmanns í mötuneytinu í Framhaldsskólanum á Laugum kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna í vikunni til að fræðast um sín störf sem trúnaðarmaður. Vel var tekið á móti Jónu enda leggur Framsýn mikið upp úr því að hafa öfluga trúnaðarmenn á vinnustöðum.

Aðalsteinn formaður fer yfir helstu atriðin varðandi störf trúnaðarmanna á vinnustöðum með Jónu sem nýlega var kjörin trúnaðarmaður á sínum vinnustað.