Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum; Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Verkalýðsfélag Þórshafnar bjóða félagsmönnum sínum upp á sameiginlega orlofskosti á sumrin. Félagsmönnum bjóðast orlofshús, íbúðir, gistiávísanir á Gistihúsi Keflavíkur og Hótel Keflavík, KEA Hótel, Hótel Norðurland, Center-Apartment Hótel á Akureyri, Foss- og Edduhótelum, gisting á farfuglaheimilum og endurgreiðsla á gistikostnaði á tjaldsvæðum og vegna kaupa á útilegukortum.  Ekkert punktakerfi er við lýði hjá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum.  Leitast er við að sem flestir félagsmenn sem sækja um orlofshús fái úthlutað orlofshúsi.