Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna eru með samning við Jón Þór Ólason sem starfar hjá lögfræðistofunni Jónatansson & Co sem er til heimils í Reykjavík.

Samningurinn tryggir félagsmönnum aðgengi að lögfræðingum í tengslum við þeirra störf á vinnumarkaði.  Svo sem ef brotið er á þeirra rétti eða ef viðkomandi hefur orðið fyrir vinnuslysi og sækja þarf slysarétt. Þeir sem þurfa á lögfræðiþjónustu að halda á þessum forsendum eru beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og leita frekari upplýsinga.