Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar í dag 10. febrúar

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
    Kosning starfsmanna fundarins
    Skýrsla stjórnar
    Stjórnarkjör
  2. Kjaramál
  3. Lagabreytingar
  4. Önnur mál

Skorað er á félagsmenn deildarinnar sem falla undir deildina að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum umræðum, ekki síst um kjaramál. Það er félagsmenn Framsýnar sem starfa við verslun, þjónustu og skrifstofustörf.

Stjórn deildarinnar

(Áður auglýst 31. janúar 2022)

Aðalfundur verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn í dag, fimmtudag, kl. 20:00

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna.

Dagskrá:

1.Venjuleg aðalfundarstörf
Kosning starfsmanna fundarins
Skýrsla stjórnar
Stjórnarkjör

2.Kjaramál

3.Lagabreytingar

4.Önnur mál

Skorað er á félagsmenn deildarinnar sem falla undir deildina að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum umræðum, ekki síst um kjaramál. Það er félagsmenn Framsýnar sem starfa við verslun, þjónustu og skrifstofustörf.

Stjórn deildarinnar

Átt þú erindi í stjórn Stapa lífeyrissjóðs?

Framsýn stéttarfélag auglýsir eftir aðilum til að bjóða sig fram í stjórn Stapa lífeyrissjóðs kjörtímabilið 2022-2024. Launþegar skipa sameiginlega fjóra stjórnarmenn í stjórn sjóðsins og fulltrúaráð sjóðsins staðfestir skipunina. Framsýn tilnefnir einn aðila í stjórn Stapa á næsta ársfundi sjóðsins. Tilnefning Framsýnar tekur mið af kynjasamsetningu stjórnar.

Áhugasöm geta gefið kost á sér með að senda kynningarbréf og starfsferilskrá eigi síðar en 28. febrúar 2022. Gögn skulu berast í tölvupósti á póstfangið kuti@framsyn.is eða á skrifstofu Framsýnar merkt „Framsýn/Stapi“.

Við mat á hæfi umsækjanda verður m.a. horft til eftirfarandi:

  • Umsækjandi skal vera launþegi (ekki sjálfstætt starfandi/einyrki) sem greiðir skyldubundið lífeyrisiðgjald til Stapa lífeyrissjóðs og sé einnig félagsmaður í Framsýn.
  • Umsækjandi skal uppfylla skilyrði m.a. um fjárhagslegt sjálfstæði, óflekkað mannorð, þekkingu og starfsreynslu í samræmi við ákvæði reglna 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða.
  • Umsækjandi skal vera reiðubúinn að undirgangast munnlegt hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Árni Baldursson í síma 8646604, tölvupósti kuti@framsyn.is og á skrifstofu Framsýnar.

Þingeyingar í sviðsljósinu – frábær landkynning

Hinn þekkti sjónvarpsmaður Alexander Armstrong hjá BBC ferðaðist nýlega til Íslands og tók upp nokkra áhugaverða þætti sem hafa verið til sýnis á sjónvarpsstöðinni BBC undir nafninu earth premiere. Meðal efnis í einum þættinum er heimsókn hans til Húsavíkur auk þess sem hann gaf sér tíma og fór í Kelduhverfi, Mývantssveit og víðar um héraðið. Þeir sem hafa aðgengi að BBS ættu að skoða þessa þætti og umfjöllunina um mannlífið í Þingeyjarsýslum, frábærir þættir og góð landkynning. Þátturinn var á dagskrá síðasta þriðjudag. Sjá má hann taka viðtöl m.a. við Ágústu í Garði, Óðinn Sig á Húsavík, Sollu Skúla og  Hrannar Guðmundsson.

Auglýsing um kjör í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar kjörtímabilið 2022-2024

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman í gær til að ganga frá tillögu um félagsmenn í helstu trúnaðarstöður í félaginu fyrir næsta kjörtímabil 2022-2024. Tillaga uppstillingarnefndar var tekin fyrir og samþykkt samhljóða. Þá var samþykkt einnig að auglýsa tillöguna þegar í stað samkvæmt ákvæðum félagslaga.

Auglýsing um kjör í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar kjörtímabilið 2022-2024.

AÐALSTJÓRN:                                                                  Vinnustaður:

Aðalsteinn Árni Baldursson    Formaður                   Skrifstofa stéttarfélaganna
Ósk Helgadóttir                      Varaformaður            Þingeyjarsveit – Stórutjarnaskóli
Elva Héðinsdóttir                    Ritari                          PwC- Húsavík
Jakob G. Hjaltalín                   Gjaldkeri                     ÚA – Þurkun Laugum
Sigurveig Arnardóttir              Meðstjórnandi            Hvammur –  heimili aldraðra
Svava Árnadóttir                    Meðstjórnandi            Norðurþing – Raufarhöfn
Torfi Aðalsteinsson                 Meðstjórnandi            Jarðboranir hf.

VARASTJÓRN:
Aðalsteinn Gíslason                                                   Fiskeldið Haukamýri ehf.
Agnes Einarsdóttir                                                     Vogafjós
María Jónsdóttir                                                         Fatahreinsun Húsavíkur sf.
Þórir Stefánsson                                                         Vegagerðin
Gunnþórunn Þórgrímsdóttir                                     Norðurþing – Leiksk.Grænuvellir
Börkur Kjartansson                                                    Brim hf.

TRÚNAÐARRÁÐ:

Þráinn Þráinsson                                                        Víkurraf ehf.
Guðmunda Steina Jósefsdóttir                                  Hvammur – heimili aldraðra
Ölver Þráinsson                                                         Norðlenska ehf.
Arnar Guðmundsson                                                     Sjóvá Almennar hf.
Friðgeir Gunnarsson                                          Norðurþing – Leikskólinn Krílabær
Guðlaug Anna Ívarsdóttir                                          Norðurþing – Öxarfjarðarskóli
Sunna Torfadóttir                                                        Norðurþing – Leikskólinn Grænuvellir
Guðný Ingibjörg Grímsdóttir                                     ÚA – Þurkun hf. Laugum
Þórdís Jónsdóttir                                                        Þingeyjarsveit – Þingeyjarskóli
Sigrún Hildur Tryggvadóttir                                       PCC BakkiSilicon hf.
Arna Ósk Arnbjörnsdóttir                                            Fjallalamb hf.
Kristján Marinó Önundarson                                     Vegagerðin
Guðrún St. Steingrímsdóttir                                      Menningarmiðstöð Þingeyinga
Garðar Finnsson                                                         Icelandair – Hótel Reynihlíð
Hulda Ellý Jónsdóttir                                                       Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Stjórn fræðslusjóðs:

Sigurveig Arnardóttir

Gunnþórunn Þórgrímsdóttir

Þórir Stefánsson

Varamenn:                        

Aðalsteinn Gíslason

Elva Héðinsdóttir

Stjórn sjúkrasjóðs:               

Aðalsteinn Á. Baldursson

Arnar Guðmundsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Varamenn:                        

Ósk Helgadóttir

Jónína Hermannsdóttir

Linda Margrét Baldursdóttir

Stjórn orlofssjóðs:                

Ósk Helgadóttir

Kristján M. Önundarson

Agnieszka Anna Szczodrowska 

Varamenn:

Linda Baldursdóttir

Arna Ósk Arnbjörnsdóttir

Stjórn vinnudeilusjóðs:        

Elísabet Gunnarsdóttir

Jakob Gunnar Hjaltalín

Svava Árnadóttir

Varamenn:                        

Linda Margrét Baldursdóttir

Agnes Einarsdóttir

Laganefnd:                

Hallgrímur Jónasson

Torfi Aðalsteinsson

Sigurveig Arnardóttir

Varamenn:                        

Börkur Kjartansson

Guðmunda Steinunn Jósefsdóttir

Kjörstjórn:                 

Ágúst Óskarsson

Kári Kristjánsson

Varamenn:                        

Jónína Hermannsdóttir

Hólmfríður Agnarsdóttir

Skoðunarmenn reikninga:

Sigrún Marinósdóttir

Pétur H. Pétursson

Varamaður:                      

Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir

Siðanefnd:

Ari Páll Pálsson, formaður

Þóra Kristín Jónasdóttir

Ingunn Guðbjörnsdóttir

Varamenn:

Friðrika Illugadóttir

Eydís Kristjánsdóttir

Fulltrúar í 1. maí nefnd stéttarfélaganna:

Sigurveig Arnardóttir

Aðalsteinn Árni Baldursson

Varamenn:                        

Guðný Ingibjörg Grímsdóttir

Þráinn Þráinsson

Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félaga í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu um skipan félaga í trúnaðarstöður fyrir næstu starfsár. Breytingartillögu skal fylgja skriflega heimild frá þeim, sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 40 fullgildra félagsmanna. Nýjum heildartillögum þurfa að fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 80 fullgildra félagsmanna. Skylt er að koma breytingartillögum til Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, Húsavík fyrir 1. mars 2022. Kosningar fara fram í samræmi við reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur.

Rétt er að taka fram að auglýsing þessi á ekki við um kjör í stjórnir deilda innan félagsins þar sem kosið er í stjórnir deilda á aðalfundum deildanna, það er Sjómannadeildar og Deildar verslunar- og skrifstofufólks. Það sama á við um  stjórn Framsýnar-ung. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar skipar í stjórnina á hverjum tíma samkvæmt ákvæðum félagslaga.

Húsavík 3. febrúar 2022

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar

Uppsagnir sökum aldurs óheimilar

Óheimilt er að segja fólki upp sökum aldurs samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála sem féll í máli manns sem sagt var upp hjá Isavia á þeim grundvelli að hann hefði náð 67 ára aldri. 

Úrskurðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og má í vissum skilningi tala um grundvallarniðurstöðu í vinnuréttar- og jafnréttismálum. Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð. 

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála kemur til í máli Þorgríms Baldurssonar sem kærði starfslok sín hjá Isavia á þeim grundvelli að þau hefðu komið til eingöngu vegna aldurs. Kærunefnd mat málið svo að Isavia hefði einvörðungu horft til aldurs Þorgríms þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans, sem er óheimilt samkvæmt lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. 

Isavia gat ekki fært nein málefnaleg rök fram um að tildrög uppsagnarinnar væru önnur en að maðurinn hefði náð 67 ára aldri, sem felur í sér mismunun samkvæmt lögunum. Var félagið því dæmt brotlegt. Hægt er að nálgast niðurstöður dómsins á heimasíðu Framsýnar.

Greitt úr Félagsmannasjóði SGS/Framsýnar í annað sinn – skilaði greiðsla sér til þín?

Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS. Þetta á m.a. við um félagsmenn Framsýnar hjá sveitarfélögum.

Í dag, 1. febrúar, var greitt úr sjóðnum í annað sinn, samtals tæplega 200 milljónir króna til u.þ.b. 4.400 félagsmanna.

Félagsmönnum aðildarfélaga SGS, sem starfa hjá sveitarfélögum, og eiga eftir að sækja um í sjóðinn er bent á að fylla út þetta form. Fyrirspurnum varðandi greiðslur úr sjóðnum er hægt að koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sgs@sgs.is

Greitt verður aftur úr sjóðnum 10. febrúar næstkomandi.

Páskaúthlutun íbúða

Þá er komið að því, páskarnir framundan með tilheyrandi gleði og hamingju. Að venju verðum við með sérstaka páskaúthlutun á íbúðum stéttarfélaganna. Það er á íbúðum félaganna í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri. Frestur til að skila inn umsóknum um dvöl í íbúðunum um páskana er til 15. mars. Þeir sem sækja um fyrir þann tíma sitja fyrir við úthlutun á íbúðunum. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna eða með því að senda skilaboð á netfangið linda@framsyn.is

Þeir gömlu góðu

Þeir sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur muna eflaust þá daga er Rússajeppar voru  algeng farartæki hér á landi, bæði til sjávar og sveita. Þá voru ekki bílar á hverju heimili, enda voru þeir dýrir og mikil munaðarvara, en einnig var erfitt að nálgast nauðsynlega varahluti til að halda gömlum skrjóðum gangandi. Því kom sér vel ef menn voru völundar og gátu smíðað sér sjálfir þau verkfæri og tæki sem þeir þörfnuðust, til að geta breytt og endurbætt og lengt með því lífdaga ökutækjanna.

Rúss­arnir voru vinnuþjark­ar og mun ein­fald­ri að allri gerð en þeir bílar sem við þekkjum í dag og algjörlega lausir við allan íburð. Þeir þóttu vel brúklegir til landbúnaðarstarfa og víða í sveitum landsins var Rússinn spenntur fyrir rakstrarvélina, heyvagninn, eða notaður til mjólkurflutninga og þótti jafn ólseigur og sterkur og rússlenski björninn. 

Líklega má jeppinn á myndinni muna sinn fífil fegri, enda ber hann þess öll merki að hafa verið vinnuþjarkur og eiga að baki fjölskrúðuga lífssögu. Hann bar einkennisstafina Þ 561 og var í eigu Björns Líndal bifvélavirkja sem bjó á Húsavík og starfaði meðal annars á vélaverkstæðinu Foss. Björn sem var  hagur maður, bæði á tré og járn, smíðaði gripinn úr Rússajeppa og notaði hann sem vinnubíl í nokkur ár. Síðar átti fyrir þessum rússlenska ofurtrukk að liggja að verða bryggjubíll á Húsavík og létta sjómönnum sporin neðan við Bakka. Síðustu árin hefur hann eflaust verið kominn með bryggjuskoðunarpassann, en þegar myndinni var smellt af fyrir nokkrum áratugum, stóð hann enn trúr og tryggur og beið eftir verkefnum dagsins niður við Helguskúr.

Fyrsta skóflustungan tekin af stækkun Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Kostnaðurinn hátt í tveir milljarðar

Verklegar framkvæmdir við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar,  hófust formlega í gær er Benedikt Kristjánsson tók fyrstu skóflustunguna. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári.  „Nýir tímar eru að renna upp,“ segir Thomas Helmig eldisstjóri sem fagnar stækkuninni. 

Reksturinn hagkvæmari eftir stækkun

Arnar Freyr Jónsson rekstrarstjóri Fiskeldis Samherja í Öxarfirði segir að alltaf sé ánægjulegt að hefja verklegar framkvæmdir. „Undirbúningurinn tekur eðlilega sinn tíma, svo sem vinna við skipulagsmál, leyfisumsóknir og fleira. Sennilega er þetta stærsta verkefnið á sviði atvinnumála á svæðinu síðan Silfurstjarnan var byggð árið 1998, kostnaðurinn er á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Við höfum náð ágætis árangri í rekstrinum hérna enda eru aðstæðurnar hérna að mörgu leyti ákjósanlegar.“

Undanfari stórs verkefnis á Reykjanesi

Byggð verða fimm ný ker sem verða um helmingi stærri að umfangi en stærstu kerin sem fyrir eru. Auka þarf sjótöku, byggja hreinsimannvirki, stoðkerfi og koma fyrir ýmsum tækjabúnaði.

Fiskeldi Samherja áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi á næstu árum og tengist stækkunin í Öxarfirði þeim áformum. „Já við getum sagt að þessi mikla stækkun Silfurstörnunnar sé nokkurs konar undanfari þessa stóra verkefnis á Reykjanesi, við ætlum að nýta okkur þá reynslu sem við öðlumst hérna fyrir norðan þegar uppbyggingin hefst fyrir alvöru fyrir sunnan. Þetta  eflir klárlega samfélagið í Norðurþingi og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni með því öfluga heimafólki sem hérna starfar,“ segir Arnar Freyr. 

Eflir Öxarfjörð sem matvælasvæði

Olga Gísladóttir vinnslustjóri sláturhúss Silfurstjörnunnar segir mikið fagnaðarefni að stöðin verði stækkuð. „Já, sannarlega. Silfurstjarnan er stærsti vinnuveitandinn í Öxarfirði fyrir utan sjálft sveitarfélagið. Með þessari stækkun fjölgar starfsfólki og þjónustuaðilar fá aukin verkefni. Þessi starfsemi styrkir svæðið svo um munar sem matvælahérað enda eru aðstæður frá náttúrunnar hendi ákjósanlegar. Ég hef starfað hérna frá upphafi og þess vegna fylgst ágætlega með rekstrinum. Héðan fara vikulega milli 20 og 30 tonn af laxi og með stækkun aukast umsvifin verulega. Ég er því full tilhlökkunar.“

Nýir tímar að renna upp

Thomas Helmig eldisstjóri segir áformað að taka nýju kerin í notkun næsta haust.

„Silfurstjarnan er á margan hátt komin til ára sinna og með þessari miklu stækkun er verið að nútímavæða starfsemina, auk þess sem þessi rekstrareining verður hagkvæmari. Við höfum beðið þessarar stundar lengi og þetta er spennandi og lærdómsríkt verkefni. Sjálfvirknin verður ansi mikil, enda hefur tækninni fleygt fram á undanförnum árum. Hérna í Öxarfirði eru aðstæður til landeldis mjög góðar. Umsvifin vegna stækkunarinnar verða mikil á næstu mánuðum og gangi allt eftir verða nýju kerin tekin í notkun næsta haust. Það eru því að renna upp nýir tímar í rekstri Silfurstjörnunnar og með þessum fjárfreku framkvæmdum styrkist starfsöryggið, þannig að við erum öll spennt fyrir þessum framkvæmdum,“ segir Thomas Helming.

Stækkunin styrkir atvinnulífið í Öxarfirði

Það var Benedikt Kristjánsson starfsmaður Silfurstjörnunnar sem tók fyrstu skóflustunguna en Benedikt sá einmitt um byggingu Silfurstjörnunnar á sínum tíma. Hann var um árabil framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar. Hann þekkir því til til á svæðinu. „Já, ég sá um framkvæmdirnar á sínum tíma og meiningin er að ég verði eftirlitsmaður með stækkuninni. Það er alltaf stór stund þegar fyrsta skóflustungan er tekin, ég naut góðrar leiðsagnar við að stýra þessari stóru og kraftmiklu gröfu. Það verður ansi mikið umleikis hérna næstu mánuðina sem styrkir atvinnulífið í Öxarfirði með margvíslegum hætti, þannig að það er hátíð í bæ,“ segir Benedikt Kristjánsson.

Frétt þessi er tekin af heimasíðu Samherja.

Fáni og vindátt

Fáni Framsýnar blaktir yfirleitt við hún úti fyrir höfuðstöðvum stéttarfélaganna á  Húsavík. Undanfarnar vikur hafa verið nokkuð vindasamar á víkinni , en við þannig aðstæður fer fáninn illa,  trosnar og lætur á sjá. Af virðingu við fánann, sem auðvitað er stolt félagsins var ákveðið að taka hann niður tímabundið, eða þar til að veðráttan yrði skaplegri. Eftir ábendingu frá vegfaranda var hins vegar ákveðið að flagga fánanum á ný. Færði viðkomandi góð rök fyrir máli sínu og sagði svo þægilegt að gera sér grein fyrir vindáttinni á hverjum tíma með því að fylgjast með fánanum. Samkvæmt þessu gegnir því félagsfáni Framsýnar veigamiklu hlutverki. Annars vegar sem táknmynd fyrir staðsetningu Skrifstofu stéttarfélaganna, en hins vegar sem leiðarvísir fyrir áhugafólk um veður,  sem vill fylgjast með ríkjandi vindáttum á  hverjum tíma. Þetta er bara skemmtilegt.

Eftir að fánanum var flaggað á ný sáust tveir dularfullir menn með myndavél við flaggstöngina. Síðar kom í ljós að um var að ræða blaðamenn Vikublaðsins. Ekki fara fregnir af því hvað þeir voru að gera.

Lágmarksfélagsgjald og kjörgengi

Félagsgjöld í Framsýn eru ákveðin á aðalfundi félagsins á hverjum tíma. Þau hafa verið óbreytt til fjölda ára eða 1% af launum starfsmanna. Til að teljast fullgildur félagsmaður þurfa menn að vera á vinnumarkaði og hafa náð að greiða lágmarksfélagsgjald kr. 12.075,- á árinu 2021. Félagsmenn sem eru á vinnumarkaði og ná ekki að greiða lágmarksgjaldið s.s. vegna þess að þeir eru í hlutastarfi eða störfuðu á vinnumarkaði, aðeins hluta af árinu, stendur til boða að greiða mismuninn á greiddu félagsgjaldi á árinu og lágmarksgjaldinu enda ætli þeir sér  að vera  áfram á vinnumarkaði. Geri menn það hafa menn fullt kjörgengi í félaginu og teljast fullgildir félagsmenn. Eða eins og stendur í lögum félagsins; „Þeir félagsmenn, sem ekki hafa náð að greiða það lágmarksgjald, sem aðalfundur hefur ákveðið skulu færðir á aukafélagaskrá. Greiði þeir skuld sína vegna næstliðins starfsárs fyrir 31. mars, skulu þeir á ný færðir á skrá yfir fullgilda félagsmenn.“

Rétt er að taka skýrt fram að greiðslur til félagsmanna úr sjóðum félagsins s.s. sjúkra- orlofs eða starfsmenntasjóðum taka ávallt mið af greiðslum atvinnurekenda í þessa sjóði af viðkomandi félagsmönnum ekki lágmarksgjaldinu enda kjarasamningsbundið að atvinnurekendur greiði í þessa sjóði, ekki almennir félagsmenn. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna eða með því að senda fyrirspurn á  netfangið kuti@framsyn.is.

Skerpa starfsreglur varðandi félagsmenn sem eru hættir á vinnumarkaði

Um þessar mundir er starfandi nefnd á vegum Framsýnar sem vinnur að því að yfirfara reglur varðandi réttindi félagsmanna við starfslok, sérstaklega hvað varðar almenna þjónustu, áunninn réttindi og greiðslur úr sjóðum félagsins. Vissulega þurfa reglurnar að byggja á lögum, reglugerðum sjóða og ákvæðum kjarasamninga. Reiknað er með að þessari vinnu ljúki á næstu vikum og þá verði gefnar út leiðbeinandi reglur fyrir þennan sístækkandi hóp félagsmanna. Reglurnar koma vonandi til með að taka gildi með vorinu.

Við það er miðað að félagsmenn sem láta af störfum á vinnumarkaði eigi áfram rétt á almennri þjónustu hjá félaginu, sem fellur undir starfsemi stéttarfélaga og lífeyrissjóða út æviskeiðið. Sama á við um aðgengi að lögfræðingum, flugmiðum með Flugfélaginu Erni, hótelgistingu, orlofsferðum, orlofsíbúðum, sumarhúsum og öðrum orlofskostum á vegum félagsins á hverjum tíma. Þessi listi er ekki tæmandi yfir réttindi félagsmanna sem hverfa af vinnumarkaði hvað varðar almenn réttindi hjá félaginu.

Forsendan er að viðkomandi einstaklingur hafi verið fullgildur félagsmaður í fimm ár fyrir starfslok á vinnumarkaði. Tekið er tillit til þess, hafi menn verið frá vinnu vegna eigin veikinda á tímabilinu umfram kjarasamningsbundinn veikindarétt. Varðandi starfslokin er horft til þess að miða þau við 60 ára aldur. Réttur þessi miðast við 67 ára aldur í dag. Gangi þessar breytingar eftir er um að ræða verulega réttarbót fyrir viðkomandi aldurshóp hjá félaginu.

Þá er lagt til að félagsmenn haldi réttindum sínum til námsstyrkja í allt að 24 mánuði frá því þeir hættu á vinnumarkaði. Rétt er að taka fram að í einhverjum tilfellum getur rétturinn verið aðeins lengri eða styttri. Úthlutunarreglurnar taki mið af reglugerðum viðkomandi sjóða sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn í gegnum kjarasamninga.

Þrátt fyrir að almenna reglan sé sú að við starfslok missi menn réttindi úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga eða í síðasta lagi eftir 6 til 12 mánuði frá starfslokum, er lagt til að félagsmenn haldi fullum réttindum  í 3 ár frá starfslokum. Þannig leggur nefndin til að gert verði betur við félagsmenn Framsýnar en þekkist almennt hjá öðrum sambærilegum stéttarfélögum. Reyndar hefur þessi regla verið opnari en þetta hjá félaginu fram að þessu, sem stangast á við tilgang sjúkrasjóða. Ákveðnar reglur þurfa að gilda hvað varðar útgreiðslur úr sjóðnum þar sem greiðslur inn í sjóðinn koma frá atvinnurekendum í gegnum kjarasamninga og er hugsað sem  ákveðið öryggisnet fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Það er, launþegar greiða ekki framlag í sjóðinn, heldur atvinnurekendur. Hér eftir sem hingað til munu aðstandendur eiga rétt á útfararstyrk fyrir félagsmenn sem falla frá eftir starfslok á vinnumarkaði.

Ný byggingavöruverslun opnar á Húsavík!

Eftir að Húsasmiðjan ákvað að sameina allan rekstur sinn á Norðurlandi í einni verslun á Akureyri og loka verslunum sínum á Dalvík og Húsavík hafa heimamenn á Húsavík leitað leiða til að stuðla að því að þar yrði áfram rekin byggingavöruverslun.  Niðurstaðan er sú að öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og munu opna nýja byggingavöruverslun á Húsavík í febrúar undir nafninu Heimamenn að Vallholtsvegi 8 á Húsavík.

Þar verða seldar allar helstu byggingavörur sem í boði eru, ásamt málningu, hreinlætistækjum og öðru sem tengist viðhaldi og nýbyggingum.

Þegar er búið tryggja aðgang að mörgum þekktum vörumerkjum og fleiri eru væntanleg.

Nánari kynning á vöruúrvali verður send út þegar nær dregur opnun.

Verslunin verður staðsett að Vallholtsvegi 8 á Húsavík þar sem Byggingavörudeild KÞ, KÞ Smiðjan og Húsasmiðjan hafa verið með rekstur áður.

Eigendur hins nýja félags Heimamanna ehf. eru eftirtalin fyrirtæki á Húsavík:
Val ehf., Steinsteypir ehf., Vermir sf. , Trésmiðjan Rein ehf. og Bæjarprýði ehf. 

Framkvæmdastjóri Heimamanna ehf. er Brynjar T. Baldursson sem jafnframt getur veitt frekari upplýsingar um verslunina í síma 891-8800

„Ég er gríðarlega spenntur og hlakka mikið til að taka á móti viðskiptavinum í nýju versluninni okkar“ Segir Brynjar í fréttatilkynningu sem kom frá Heimamönnum í morgun.

Eins og kunnugt er, þá er mikil uppbygging í gangi í Þingeyjarsýslum og má meðal annars nefna nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík og fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri á Húsavík.  Umtalsverð uppbygging er í gangi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sýslunni og mörg fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að hefja starfsemi á Bakka við Húsavík. Þá er vitað að mikil vöntun er á íbúðarhúsnæði á Húsavík og víðar í Þingeyjarsýslum. Stéttarfélögin fagna að sjálfsögðu þessu magnaða framtaki Heimamanna og skora á íbúa á svæðinu að beina viðskiptum sínum til þeirra, það er, verslum sem mest í heimabyggð hjá Heimamönnum og öðrum verslunareigendum sem halda úti verslun og þjónustu í heimabyggð.

Uppstillingarnefnd að störfum

Þá er komið að því að stilla upp í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar til næstu tveggja ára að telja. Um þessar mundir er starfandi Uppstillingarnefnd sem hefur það hlutverk að velja félagsmenn í þessi embætti sem telja yfir sextíu. Nefndin fundaði í gær og mun gera það áfram næstu daga eða þar til að nefndin hefur lokið sínu hlutverki. Þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Uppstillingarnefnd er tillaga nefndarinnar lögð fyrir stjórn og trúnaðarráð félagsins sem þarf að samþykkja tillöguna áður en hún er auglýst, það þarf að gerast fyrir 15. febrúar nk. Tillagan verður auglýst þegar hún er klár á heimasíðu stéttarfélaganna og í Fréttabréfinu sem kemur út í febrúar.

Genfarskólinn 2022 – hefur þú áhuga?

Norræni Lýðháskólinn í Genf, Genfarskólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar.  Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi. Aðild að Genfarskólanum eiga MFA-samböndin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og hér á landi. Skólinn er haldinn samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf og dregur nafn sitt af því. Nemendur kynnast þinghaldinu og Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO. Stofnunin starfar að vinnumálum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar á ILO-þinginu eru frá stjórnvöldum, atvinnurekendum og samtökum launafólks um allan heim. Þátttakendur kynnast norrænu samstarfi á vettvangi ILO og geta kynnt sér ýmis alþjóðasamtök verkalýðshreyfingarinnar sem starfa í tengslum við ILO.

Genfarskólinn hefst 24. apríl í Brussel í Belgíu

Að því loknu tekur við fjarnám sem stendur þar til þátttakendur fara út í lok maí.

Fornámskeið: 24.-29. apríl í Brussel

Fjarnám er á milli fornámskeiðs og aðalnámskeiðs

Aðalnámskeið: 28. maí – 12. júní  í Genf

Þátttakandi þarf að taka þátt í öllum þremur hlutum námsins.

Námið fer fram í blöndu fjarnáms, staðnáms, fyrirlestra og hópastarfs ásamt því að þátttakendur fylgjast með fundum Alþjóðavinnumálaþingsins og nefndarstarfi þess. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á einu norðurlandamáli og hafi auk þess góða enskukunnáttu.

Íslensku þátttakendurnir á Genfarskólanum hafa verið tveir undanfarin ár, einn frá ASÍ og einn frá BSRB. Þeir hafa sótt fundi hér á landi, sem haldnir hafa verið til undirbúnings þátttöku í skólanum. Kynningarfundir verða haldnir í byrjun mars þar sem þátttakendur munu m.a. hitta fulltrúa Íslands sem sækja ILO þingið, ásamt þátttakendum síðasta árs.

Námskeiðsgjöld, gisting og flugfargjöld eru greidd fyrir einn þátttakanda hjá hvorum samtökum fyrir sig (ASÍ og BSRB). Ekki eru greiddir dagpeningar meðan á dvölinni stendur en greiddur er út styrkur að upphæð 90 þúsund krónur.  

Í viðhengi má finna nánari upplýsingar um ferlið og hlekk á umsóknina sjálfa.

Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. Framlengt til 20. janúar! Í lok janúar verður svo tilkynnt hverjir hreppa hnossið.

Nánari upplýsingar má finna á vef Genfarskólans.

Breytingar á kjörum iðnaðarmanna 1. janúar 2022

Launabreytingar 1. janúar 2022

Frá 1.1.2022 tekur gildi einhliða ákvörðun starfsmanna í kosningu, þar sem meirihluti ræður, um að stytta vinnutímann. Ákvæðið á við ef ekki er búið að semja um vinnutímastyttingu í samræmi við grein 3.1.2. í kjarasamningi um styttingu vinnutímans. Grein 5.13 í kjarasamningum Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins:

Staðlaður, valkvæður fyrirtækjaþáttur (gildir frá 1.1.2022)

Hafi ekki verið gert samkomulag á grundvelli þessa kafla um fyrirkomulag vinnutíma geta starfsmenn fyrirtækis kosið um upptöku staðlaðs fyrirtækjaþáttar kjarasamnings. Í staðlaða fyrirtækjaþættinum felst 36 stunda og 15 mínútna virkur vinnutími á viku að jafnaði (virkur vinnutími að jafnaði 7 klst. og 15 mín. á dag).

Náist ekki samkomulag um fyrirkomulag styttingar verður virkur vinnutími á dag 7 klst. og 15 mínútur. Deilitala til útreiknings tímakaups verður 157,08 og greiðist yfirvinna 2 fyrir vinnu umfram 40,25 klst. á viku að meðaltali á mánuði / launatímabili. Dagleg viðvera á vinnustað er virkur vinnutími að viðbættum tíma sem starfsmaður er ekki við störf.

Það að taka upp staðlaðan, valkvæðan fyrirtækjaþátt skv. grein 5.13 hefur ekki áhrif á kaffitíma en ef kaffitímum hefur verið breytt þá eigi vinnutími að vera 36 klst. 

Upptaka staðlaðs fyrirtækjaþáttar hefur ekki áhrif á vinnutíma á vinnustöðum þar sem virkur vinnutími er styttri en 36 stundir og 15 mínútur.

Staðlaður fyrirtækjaþáttur tekur gildi í upphafi þar næstu mánaðamóta eftir samþykkt hans hafi tillaga um upptöku hans verið samþykkt í leynilegri atkvæðagreiðslu skv. 5. kafla kjarasamnings sem trúnaðarmaður starfsmanna stendur fyrir.

Sé gert samkomulag um annað fyrirkomulag vinnutíma á grundvelli þessa kafla fellur staðlaður fyrirtækjaþáttur niður á sama tíma.

Fyrsta skrefið til að nýta þetta ákvæði er að hafa samband við þitt stéttarfélag:

  • Láta greina núverandi vinnutíma.
  • Fá svar um hvað er mikið rými til styttingar
  • Fá svör um næstu skref.

Launahækkanir 1. janúar 2022

Almenn launahækkun: Mánaðarlaun þeirra sem taka ekki laun eftir gildandi launatöflu Samiðnar hækka um kr. 17.250 á mánuði. Taki menn hins vegar laun eftir gildandi kauptöxtum hækka mánaðarlaunin um kr. 25.000,- á mánuði.https://samidn.is/2012/08/31/launataxtar-samtoek-atvinnulifsins/embed/#?secret=Cu1kRTM5DV

Óumdeilt er að starfsmenn sveitarfélaga eiga að halda fullum réttindum út það tímabil sem lausnarlaun ná til.

Samkvæmt kjarasamningum BSRB og ASÍ sem Framsýn og Starfsmannafélag Húsavíkur eiga aðild að hafa sveitarfélög heimild til þess að bjóða starfsmanni lausnarlaun við tilteknar aðstæður. Algengast er að slíkt sé gert þegar starfsmaður hefur verið frá vinnu jafn lengi og sem nemur tvöföldum veikindarétti hans. Þegar greidd eru lausnarlaun skal greiða laun í þrjá mánuði, og þar með lýkur ráðningarsambandinu. Nýlega þurfti BSRB að berjast fyrir réttum greiðslum til handa félagsmanns, en til stóð að greiða honum lægri fjárhæð en hann átti rétt til samkvæmt kjarasamningi.

Málið varðar einstakling sem vegna langvarandi veikinda og óvinnufærni var gert að þiggja lausnarlaun af hálfu vinnuveitanda. Öllum reglum kjarasamnings var fylgt hvað varðar rétt vinnuveitanda til þess að bjóða lausnarlaun, en þegar kom að greiðslum lausnarlauna kom upp álitamál. Vinnuveitandi, sem var sveitarfélag, taldi sér heimilt að framkvæma launauppgjör áður en tímabil lausnarlauna kom til. Þannig var gert upp uppsafnað orlof og hlutfallslegar persónuuppbætur til þess tíma en eftir þann tíma voru einungis greidd föst mánaðarlaun. Á hinu þriggja mánaða tímabili lausnarlauna var ávinnsla persónuuppbóta og orlofslauna því ekki fyrir hendi. Sveitarfélagið vísaði til túlkunar kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og var ekki tilbúið til þess að endurskoða afstöðu sína.

Í kjölfarið sendi BSRB erindi til kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem túlkun Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagsins var mótmælt harðlega. Í erindinu var vísað til kjarasamninga og laga, en að mati BSRB og Réttindanefndar bandalagsins var óumdeilt að á tímabili lausnarlauna skuli starfsmenn halda óbreyttum launakjörum og því ekki hægt að framkvæma launauppgjör fyrr en að þeim tíma liðnum. Eftir nánari skoðun á málinu féllst Samband íslenskra sveitarfélaga á túlkun BSRB og dró til baka fyrri túlkun sína.

Niðurstaða málsins var því sú að fallist var á rök BSRB og þeim tilmælum beint til sveitarfélagsins að ljúka uppgjöri við starfsmanninn með réttum hætti.